71. fundur
atvinnuveganefndar á 140. löggjafarþingi
haldinn í Austurstræti 8-10, miðvikudaginn 23. maí 2012 kl. 17:38


Mættir:

Kristján L. Möller (KLM) formaður, kl. 17:38
Ásbjörn Óttarsson (ÁsbÓ) fyrir EKG, kl. 17:38
Björn Valur Gíslason (BVG), kl. 17:38
Jón Gunnarsson (JónG), kl. 17:38
Lilja Rafney Magnúsdóttir (LRM), kl. 17:38
Sigmundur Ernir Rúnarsson (SER), kl. 17:38
Sigurður Ingi Jóhannsson (SIJ), kl. 17:38

Nefndarritari: Benedikt Sveinbj. Benediktsson

Bókað:

1) 728. mál - upprunaábyrgð á raforku Kl. 17:38
Á fund nefndarinnar komu Eyrún Guðjónsdóttir og Ingvar Christiansen frá Landsvirkjun. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu fyrirtækisins til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

2) 660. mál - eftirlit með fóðri, áburði og sáðvöru Kl. 17:54
Á fund nefndarinnar komu Eiríkur Blöndal frá Bændasamtökum Íslands, Ragnheiður Héðinsdóttir frá Samtökum iðnaðarins, Bergþóra Þorkelsdóttir frá Líflandi ehf. og Lúðvík Björgvinsson og Sindri M. Stephensen frá Skeljungi hf. Gestirnir kynntu nefndinni afstöðu sína til málsins og svöruðu spurningum nefndarmanna að því loknu.

3) Önnur mál. Kl. 18:52
ÞSa var fjarverandi.
ÓÞ var fjarverandi vegna heimsóknar til tannlæknis.
Fleira var ekki rætt á fundi nefndarinnar.

Fundi slitið kl. 18:52